
Hlýja tannlæknastofa
Opnunartímar
Mán - fim | 08:00 - 16:00 |
Föstudagur | 08:00 - 14:00 |
Staðsetning
Álfheimar 74, 2. hæð VESTURHÚS
Nafn stofunnar – Hlýja – er einkennandi fyrir þá þjónustu sem við stöndum fyrir og það andrúmsloft sem tekur á móti þér. Traust og gagnkvæm virðing er undirstaðan í okkar nálgun og við lofum hlýju og hreinskilni í samskiptum.
Saga Hlýju hófst árið 1996 þegar Sigurður Rúnar Sæmundsson stofnaði barnatannlækningastofu í Einholti. Árið 2007 fluttist sú stofa í Glæsibæ og frá 2015 hefur stofan stækkað hratt og er nú ein sú allra stærsta á landinu, með starfstöðvar á þremur stöðum.
Við leggjum mikla áherslu á teymisvinnu, þar sem viðskiptavinir njóta hinnar víðtæku sérþekkingar sem býr á stofunni. Tannlæknum til halds og trausts er úrval tanntækna, sem sjá um að hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig, til að upplifun viðskiptavina verði sem ánægjulegust
Hjá Hlýju starfa á annan tug tannlækna, þar á meðal sérfræðingar í barnatannlækningum, tannholsfræði, tannfyllingum, tannsjúkdómafræði og fleira.